Háeyrarkvartettinn (1994-96)

Háeyrarkvartettinn (Háeyrarkvintettinn) starfaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og var settur saman sérstaklega fyrir djass- og myndlistarhátíðina Dagar lita og tóna í Vestmannaeyjum en þar lék sveitin að minnsta kosti í tvígang, árið 1994 og 96. Það var Sigurður Guðmundsson, kenndur við Háeyri í Vestmannaeyjum sem var eins konar hljómsveitarstjóri og var sveitin því…

GH sextett (1960)

GH sextett starfaði í Vestmannaeyjum og var líkast til djassskotin hljómsveit. Sveitin var stofnuð haustið 1960, ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði en líklega voru það nokkrir mánuðir uns sveitin gekk í gegnum mannabreytingar og gekk eftir það undir nafninu Rondó sextettinn. Meðlimir GH sextetts voru Aðalsteinn Brynjúlfsson bassaleikari, Jón Stefánsson söngvari, Huginn Sveinbjörnsson…

Vinir Óla (1992-2000)

Dixielandsveitin Vinir Óla starfaði á tíunda áratug síðustu aldar í tæpan áratug en ekki er loku fyrir skotið að hún hafi starfað lengur. Sveitin var skilgetið afkvæmi eins og það var orðað eða angi af Lúðrasveit Vestmannaeyja og eins og með fleiri slíka anga eru skilgreiningar á slíkri sveit ekki alltaf á hreinu, stundum nefnd…

Rondó sextettinn (1960-64)

Í Vestmannaeyjum var blómlegt djasstónlistarlíf eftir miðja síðustu öld og þar voru fremstir í flokki Guðni Agnar Hermansen og nokkrir aðrir. Guðni hafði starfrækt GH sextettinn um tíma en með mannabreytingum tóku þeir upp nýtt nafn árið 1960, Rondó sextettinn. Rondó sextettinn var líkast til alla tíð skipaður sama mannskapnum að mestu, Guðni lék á…

Rondó (1981-82)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum snemma á níunda áratug liðinnar aldar. Svo virðist sem hún sé fjarskyld öðrum Rondó hljómsveitum tengdum Eyjunum en meðlimir hennar voru Einar Guðnason trommuleikari, Ólafur Jónsson saxófónleikari [?], Björn Bergsson gítarleikari og söngvari, Sigurður Óskarsson orgelleikari og Huginn Sveinbjarnarson [?], sá síðastnefndi hafði leikið á klarinettu með Rondó…