Afmælisbörn 25. ágúst 2025

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari á stórafmæli í dag en hann er áttræður. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson…

Hulda Emilsdóttir (1930-)

Hulda Emilsdóttir var kunn söngkona á sjötta áratug síðustu aldar og í upphafi þess sjöunda en hún söng fáein lög sem nutu vinsælda á sínum tíma, það var svo löngu síðar að gamlar upptökur með söng hennar voru gefnar út á plötum. Hulda fæddist austur á Eskifirði árið 1930 og bjó þar fyrstu tíu ár…

Afmælisbörn 25. ágúst 2024

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og níu ára gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…

Bláklukkur [1] (1947-49)

Sönghópurinn Bláklukkur öðluðust örlitla frægð þegar þær voru hluti af kabarettsýningum Bláu stjörnunnar sem nutu mikilla vinsælda í kringum 1950. Bláklukkurnar munu upphaflega hafa verið fimm þegar þeim var hleypt af stokkunum í upphafi en það mun hafa verið á skemmtun í Verzlunarskóla Íslands þar sem þær stöllur voru við nám, líklega 1947 fremur en…

G.R. Kvartettinn (1959-60)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um G.R. kvartettinn en hann starfaði veturinn 1959-60. Ekki er því ljóst við hvern skammstöfunin á. Þann stutta tíma er sveitin starfaði voru tvær söngkonur sem komu fram með henni, Hulda Emilsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir en þær voru lausráðnar eins og títt var með söngvara á þessum árum.