Söngflokkur Kvennaskóla Húnvetninga (1939)
Kór stúlkna söng á afmælishátíð Kvennaskóla Húnvetninga sumarið 1939 þegar skólinn fagnaði 60 ára afmæli sínu með veglegum hátíðarhöldum. Sólveig Benediktsdóttir stjórnaði þá kórnum sem gekk undir nafninu Söngflokkur Kvennaskóla Húnvetninga. Engar heimildir eru til um að þessi kór hafi verið starfræktur á öðrum tíma en upplýsingar um hann eru vel þegnar.


