Söngflokkur Kvennaskóla Húnvetninga (1939)

Kór stúlkna söng á afmælishátíð Kvennaskóla Húnvetninga sumarið 1939 þegar skólinn fagnaði 60 ára afmæli sínu með veglegum hátíðarhöldum. Sólveig Benediktsdóttir stjórnaði þá kórnum sem gekk undir nafninu Söngflokkur Kvennaskóla Húnvetninga. Engar heimildir eru til um að þessi kór hafi verið starfræktur á öðrum tíma en upplýsingar um hann eru vel þegnar.

Samkór Húnaþings (1973-74)

Samkór Húnaþings var settur saman sérstaklega fyrir hátíðarhöld í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974 en slíkar hátíðir voru haldnar um allt land afmælisárið, líklegt er að kórinn hafi verið settur á stofn ári fyrr og hafið æfingar haustið á undan. Það var Sigríður G. Schiöth sem var stjórnandi Samkórs Húnaþings og hafði veg…

Félag harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum [félagsskapur] (1981)

Félag áhugafólks um harmonikkuleik hefur verið starfandi í Húnavatnssýslum um árabil, fyrst undir nafninu Harmonikufélagið Blönduósi en síðan Félag harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum frá árinu 1991. Félagið var stofnað vorið 1981 á Hótel Blönduósi og var Þórir Jóhannsson kjörinn fyrsti formaður þess, hann gegndi embættinu um árabil en Svavar Jónsson tók við af honum í stuttan…