Skólahljómsveit Iðnskólans í Reykjavík (um 1945)

Skólahljómsveit var starfandi innan Iðnskólans í Reykjavík um miðjan fimmta áratuginn en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveita utan þess að Haukur Morthens (síðar söngvari) lék á básúnu í henni. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.

Karlakór iðnaðarmanna [2] (1929-48)

Karlakór iðnaðarmanna hinn síðari á sér næstum tveggja áratuga sögu á fyrri hluta síðustu aldar. Sú saga hófst með söng nokkurra nemenda við Iðnskólann í Reykjavík í frímínútum og við önnur slík tækifæri í skólanum en lauk með því að kórinn var kominn í fremstu röð kóra á landinu öllu. Upphaf Karlakórs iðnaðarmanna (oft einnig…