Sigurjón Brink (1974-2011)

Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink (Sjonni Brink) var hæfileikaríkur og fjölhæfur listamaður sem hafði um nokkurra ára skeið smám saman verið að skapa sér nafn í tónlistarheiminum þegar hann féll frá aðeins 36 ára gamall, fáeinum dögum áður en lag hans var flutt í undankeppni Eurovision keppninnar hér heima. Hans nánasta fólk ákvað að halda nafni hans…

In bloom (1994-97)

In bloom var grungesveit ættuð úr Breiðholtinu og starfaði um tíma í Bandaríkjunum, ein plata leit dagsins ljós. Sveitin var stofnuð haustið 1993 og voru upphaflegu meðlimir hennar Sigurjón Brink trommuleikari, Sigurgeir Þórðarson söngvari, Albert S. Guðjónsson bassaleikari, Úlfar Jacobsen gítarleikari og Hörður Þór Torfason gítarleikari. Nafn sveitarinnar kemur úr lagatitli með hljómsveitinni Nirvana sem…