Nesmenn (1966-69)

Hljómsveitin Nesmenn starfaði á sínum tíma í Keflavík. Í Keflavík var mikil tónlistargróska um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og upp úr þeim farvegi spruttu Nesmenn fram sumarið 1966 en sveitin var stofnuð upp úr Rofum sem var bítlasveit eins og Nesmenn. Ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu sveitina á hverjum tíma en…

Rofar [1] (1964-66)

Unglingahljómsveitin Rofar starfaði í Keflavík 1964-66. Rofar, sem var hljómsveit í hringiðu bítlalífsins í Keflavík, hafði að geyma Jóhann Helgason sem síðar átti eftir að koma heldur betur við sögu í íslensku tónlistarlífi en aðrir meðlimir voru Friðrik [?] bassaleikari, Ingi Oddsson trommuleikari og Ómar Emilsson gítarleikari. Ekki er ljóst hvort fleiri komu við sögu…