Sönglög á Suðurlandi [tónlistarviðburður] (1990)

Árið 1990 var haldin sönglagakeppni sem hlaut nafnið Sönglög á Suðurlandi en hugmyndasmiðurinn að henni var Ólafur Þórarinsson (Labbi í Mánum) sem þá var skemmtanastjóri á Hótel Selfossi en hljómsveit hans, Karma sá um allan undirleik í keppninni. Nokkur undankvöld voru haldin og fóru úrslitin fram í apríl þar sem ellefu lög kepptu til úrslita,…

Testimony soul band co. (1992-93)

Soulsveitin Testimony soul band co. starfaði í um tvö ár snemma á tíunda áratug liðinnar aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, Benedikt Gunnar Ívarsson bassaleikari, Stefán B. Henrýsson hljómborðsleikari, Birgir Þórsson trommuleikari, Helena Káradóttir söngkona, Ingibjörg Erlingsdóttir söngkona og Richard Todd Lieca söngvari. Meðlimir Testimony soul band co. áttu síðar eftir að birtast…

Þú ert… (1993-94)

Hljómsveitin Þú ert… var skammlíf ballsveit starfandi um eins árs skeið 1993 og 94. Þú ert… var stofnuð haustið 1993 og voru meðlimir sveitarinnar Ingibjörg Erlingsdóttir söngkona, Hafþór Pálsson söngvari, Daníel Arason hljómborðsleikari, Ólafur Karlsson trommuleikari, Jón Friðrik Birgisson bassaleikari og Hafsteinn Þórisson gítarleikari. Jónas Sveinn Hauksson tók síðan við sönghlutverkinu af Hafþóri líklega um…