Tíu árum seinna (1990)

Hljómsveitin Tíu árum seinna var húshljómsveit á Hótel Örk 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Helgason trommuleikari, Sigurður Sigurðsson söngvari, Sölvi Ragnarsson gítarleikari, Ingvar Pétursson píanóleikari og Baldvin Sigurðarson bassaleikari. Líklega var um skammlífa sveit að ræða.

Ljósbrá [2] (1983-86)

Hljómsveit frá Hveragerði starfaði á árunum 1983-86 og bar nafnið Ljósbrá eins og önnur hljómsveit áratug áður, sem reyndar var norðlensk. Hin hvergerðska sveit herjaði nokkuð á sveitaballamarkaðinn í Árnessýslu og skartaði mönnum eins og Hermanni Ólafssyni söngvara, Sölva Ragnarssyni gítarleikara, Ingvari Péturssyni hljómborðsleikara, Jónasi Þórðarsyni og Sigurði Helgasyni en ekki er ljóst á hvað…