Hljómsveit Hótel Íslands (1924-42)

Hljómsveitir sem léku á Hótel Íslandi sem staðsett var á horni Aðalstrætis og Austurstrætis (þar sem nú er Ingólfstorg) settu svip sinn á reykvískt tónlistarlíf en hótelið starfaði á árunum 1882 til 1944 þegar það brann til kaldra kola á örskammri stundu. Eftir því sem heimildir herma léku hljómsveitir léttklassíska tónlist síðari part dags og…

Hljómsveit Carls Billich (1937-40 / 1947-57)

Hljómsveitir Carls Billich voru margar en segja má að tvær þeirra hafi haft hvað lengstan starfsaldur, aðrar sveitir í hans nafni virðast flestar vera settar saman fyrir verkefni eins og tónleika og leiksýningar, jafnvel fyrir stöku plötuupptökur en hljómsveitir í nafni Carls léku inn á fjölmargar hljómplötur á sjötta áratugnum. Austurríski píanóleikarinn Carl Billich kom…

X-bandið [1] (1928-31)

X-bandið mun hafa verið fyrsta hljómsveitin sem starfaði á Akureyri en það var á árunum 1928-31. Sveitin var nefnd „jazz orkester“ í fjölmiðlum þess tíma en merking þess orðs var þá nokkuð víðari en síðar varð, og því vart hægt að tala um djasshljómsveit. Sveitin var stofnuð haustið 1928 og voru meðlimir hennar í upphafi…

Blue boys (1935-38)

Hljómsveitin Blue boys var meðal fyrstu djasssveita sem störfuðu hér á landi en aðalvígi sveitarinnar var Iðnó. Sveitin var stofnuð haustið 1935 af Henna Rasmus píanóleikara og lagahöfundi sem þá var nýkominn hingað heim frá Þýskalandi þar sem hann var við nám. Aðrir meðlimir Blue boys voru Skafti Sigþórsson saxófón- og trompetleikari, Adolf Theódórsson saxófónleikari,…