Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar (1971-2019)

Þær finnast varla langlífari hljómsveitirnar en Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem hefur reyndar runnið sitt skeið en starfaði í nærri því hálfa öld. Sveitin naut alla tíð mikilla vinsælda norðanlands en átti einnig löng tímabil þar sem landsmenn allir dönsuðu í takt við skagfirsku sveifluna eins og tónlist Geirmundar hefur verið kölluð frá því á níunda…

Stöff (1969)

Á Sauðárkróki starfandi árið 1969 um tíma hljómsveit sem gekk undir nafninu Stöff (Stuff) en hún var að öllum líkindum stofnuð upp úr annarri sveit sem bar nafnið Afturgangan. Meðlimir Stöff voru þeir Hörður G. Ólafsson bassaleikari, Valgeir Kárason gítarleikari og söngvari, Sveinn Ingason gítarleikari, Guðni Friðriksson orgelleikari og Jóhann Friðriksson trommuleikari. Sveitin virðist ekki…

Afturgangan (1968-69)

Um hljómsveitina Afturgönguna (Afturgöngurnar) frá Sauðárkróki er litlar upplýsingar að finna. Meðlimir hennar munu þó hafa verið Hörður G. Ólafsson, Valgeir Kárason, Jóhann Friðriksson og Guðni Friðriksson. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var en hún mun hafa verið starfandi á árunum 1968-69 en breyttu nafni sveitarinnar í Stuff / Stöff þegar gítarleikarinn Sveinn Ingason…