Huldumenn (2019-20)

Hljómsveitin Huldumenn starfaði um hríð í kringum 2020 en sveitin var eins konar framhald af Gildrunni eins og liðsmenn hennar sögðu sjálfir, sveitin sendi frá sér eina plötu. Huldumenn komu fram á sjónarsviðið snemma árs 2019 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Birgir Nielsen trommuleikari, Ingimundur Óskarsson bassaleikari…

Hunang [2] (1993-2012)

Hljómsveitin Hunang starfaði um tæplega tveggja áratuga skeið á árunum í kringum aldamótin og gerði út á ballmarkaðinn en sveitin lék bæði á almennum sveitaböllum og dansleikjum í þéttbýlinu, mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu. Hunang var stofnuð að öllum líkindum haustið 1993 undir nafninu Sýróp ef heimildir eru réttar en þegar meðlimir annarrar sveitar með sama nafn…

Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…

Vinir og synir (1992)

Í upphafi árs 1992 var sett saman hljómsveit á Akureyri til að leika á söngskemmtun í Sjallanum, sem bar yfirskriftina Það er svo geggjað – saga af sveitaballi. Söngvarar í sýningunni voru Rúnar Júlíusson, Karl Örvarsson, Jakob Jónsson og Díana Hermannsdóttir. Meðlimir sveitarinnar, sem hlaut nafnið Vinir og synir, voru áðurnefndur Jakob sem einnig lék…