Sálin hans Jóns míns (1988-2018)

Sálin hans Jóns míns er eitt stærsta nafn íslenskrar tónlistar, og líklega það allra stærsta þegar talað er um hljómsveitir. Sveitin afrekaði á sínum 30 ára ferli ótrúlega hluti, hún var upphaflega stofnuð upp úr soultónlistar-verkefni og var aldrei ætlaður lengri líftími en eitt sumar á sveitaböllum en næstu árin varð hún hins vegar ein…

Blúsbræður [2] (1987-88)

Blúsbræður var hljómsveit sem sett var saman að frumkvæði Þorsteins J. Vilhjálmssonar útvarpsmanns sem kallaði saman nokkra unga tónlistarmenn til að leika tónlistina úr kvikmyndinni Blues brothers á skemmtistaðnum Evrópu við Borgartún haustið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Ólafsson hljómborðsleikari sem var titlaður hljómsveitarstjóri, Guðmundur Jónsson gítarleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Pétur Grétarsson trommuleikari, Hörður…