Afmælisbörn 27. ágúst 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson eða bara Sjón er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Fyrir utan að hafa slegið í gegn sem Johnny Triumph ásamt Sykurmolunum með lagið Luftgítar hefur Sjón samið fjölda texta sem komið hafa út á plötum. Hann hefur einnig gefið út…

Johnny Triumph (1985-)

Johnny Triumph er aukasjálf Sjóns en það er oftar en ekki tengt laginu Luftgítar sem hann flutti ásamt hljómsveitinni Sykurmolunum á sínum tíma. Rithöfundurinn Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðsson) kom upphaflega opinberlega með persónuna Johnny Triumph sumarið 1985 en það var þó ekki fyrr en ári síðar sem hljómsveitin Sykurmolarnir var stofnuð. Haustið 1987 kom síðan…

Jazzhljómsveit Konráðs Bé (1990-91)

Jazzhljómsveit Konráðs Bé er líklega ein af þeim sveitum sem hefur fengið á sig nánast goðsagnakenndan blæ án þess þó að hinn almenni borgari hafi nokkurn tímann heyrt af henni, margir kannast þó við eina lag sveitarinnar sem hún sendi frá sér og er spilað um hver jól í útvarpi. Sveitin sem var súperband, myndað…