Make it (1975-76)

Hljómsveitin Make it starfaði um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar í Reykjavík. Sveitin var stofnuð í Breiðholtsskóla og því voru meðlimir hennar fremur ungir að árum, það voru þeir Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari (Gammar, Dada o.m.fl.), Ívar Sigurbergsson söngvari og gítarleikari (Dada, Bogart o.fl.) og Jökull Úlfsson trommuleikari (B.G & Ingibjörg, Egó o.fl.) sem allir voru…

Karnival (1991-95)

Hljómsveitin Karnival starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar. Sveitin spilaði einkum á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, á árshátíðum og þess konar skemmtunum. Meðlimir Karnivals voru í upphafi Eyjólfur Gunnlaugsson bassaleikari, Jökull Úlfsson trommuleikari, Jens Einarsson söngvari og gítarleikari, Guðný Snorradóttir söngkona og Skarphéðinn Hjartarson hljómborðsleikari og söngvari. Sigurður Dagbjartsson gítarleikari kom inn í stað Jens…

Digital (1985)

Hljómsveitin Digital var skammlíf og starfaði á Ísafirði sumarið 1985. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit, aðeins er vitað um trommuleikarann, Jökul Úlfsson en hann hafði fáeinum árum áður leikið með Egó. Svo virðist sem saga Digital hafi verið öll um haustið 1985 en allar upplýsingar varðandi þessa sveit væru vel þegnar.