Hljómsveit Pálma Stefánssonar (1962-2018)

Hljómsveit Pálma Stefánssonar á Akureyri var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu í mislangan tíma, með mislöngum hléum og yfir langt tímabil, sveitir Pálma nutu töluverðra vinsælda norðan heiða þar sem þær störfuðu en þó var sveit hans Póló mun þekktari, hún er hins vegar ekki til umræðu hér. Hljómsveit Pálma Stefánssonar hin fyrsta starfaði…

Flugfrakt (1980)

Vorið 1980 var stofnuð hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu Flugfrakt, sveitinni var ætlað stórt hlutverk og byrjaði á því að senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla landsins þess efnis að hún myndi leika á fjölda dansleikja á næstunni og með fylgdi símanúmer. Sveitin spilaði hins vegar aldrei opinberlega og dó drottni sínu fljótlega.…

Félagar (1994-2005)

Akureyska hljómsveitin Félagar tók til starfa haustið 1994 undir því nafni en sveitin hafði áður gengið undir nafninu Dansfélagar. Meðlimir voru þeir Birgir Arason [?], Jón Berg [?], Brynleifur Hallsson gítarleikari [?] og Grímur Sigurðsson bassaleikari en þegar sá síðast taldi kom inn í sveitina tóku þeir upp nýja nafnið. Félagar léku á dansleikjum nyrðra,…