Hljómsveit Gunnars Kvaran [1] (1968)

Harmonikku- og hljómborðsleikarinn Gunnar Ó. Kvaran rak hljómsveit um nokkurra mánaða skeið árið 1968 í eigin nafni undir nafninu Hljómsveit Gunnars Kvaran en hún var reyndar einnig kölluð Tríó Gunnars Kvaran áður en fjölgað var um einn í henni. Sveitin mun hafa verið stofnuð vorið 1968 og í upphafi skipuðu sveitina auk Gunnars (sem lék…

H.B. kvintettinn [2] (1969-70)

Hljómsveit starfaði veturinn 1969-70 undir nafninu H.B. kvintettinn og mun mestmegnis hafa leikið á skemmtistaðnum Sigtúni en einnig á árshátíðum og þess konar samkomum. Meðlimir þessarar sveitar voru Haraldur Bragason gítarleikari (H.B.) sem jafnframt var hljómsveitarstjóri, Jón Garðar Elísson bassaleikari, Erlendur Svavarsson trommuleikari og söngvari og Helga Sigþórsdóttir söngkona, sveitin mun hafa verið stofnuð upp…

Strengir [1] (1963-65)

Í Reykjavík starfaði unglingahljómsveit á fyrri hluta sjöunda áratugarins undir nafninu Strengir, auðvelt er að rugla þeirri sveit við aðra með sama nafni sem starfaði stuttu síðar en Þráinn Kristjánsson umboðsmaður fyrri hljómsveitarinnar taldi sig eiga nafnið og setti það á þá síðari um hálfu ári eftir að sú fyrri (sem hér um ræðir) hætti…

Blúskompaníið (1967-)

Blúskompaníið er elsta blússveit landsins, brautryðjandi í blústónlist hérlendis, hefur starfað með hléum um langan tíma og er eftir því best verður komist enn starfandi. Þeir Magnús Eiríksson gítarleikari og Erlendur Svavarsson trommuleikari höfðu starfað saman í hljómsveitinni Pónik um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en voru hættir í þeirri sveit þegar þeir voru farnir…