The Hope (1987-88)

Hljómsveitin The Hope starfaði við Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri á árunum 1987 til 88 en hún hafði verið stofnuð þar að áeggjan Guðmundar Óla Sigurgeirssonar kennara sem hafði þá séð um að hljóðkerfi var keypt við skólann. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi þeir Hjörtur Freyr Vigfússon trommuleikari og söngvari, Jón Geir Birgisson bassaleikari og Frosti Jónsson…

Væringjar (1990-91)

Hljómsveitin Væringjar starfaði á Kirkjubæjarklaustri í upphafi síðasta áratugar 20. aldarinnar og lék þá mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð. Sveitin hafði áður gengið undir nöfnunum The Hope og Volvo og gengið í gegnum einhverjar mannabreytingar en meðlimir undir Væringjanafninu voru þeir Hjörtur Freyr Vigfússon gítarleikari og söngvari, Jón Geir Birgisson trommuleikari, Frosti Jónsson sem lék…

Volvo (1989)

Hljómsveitin Volvo kom frá Kirkjubæjarklaustri og starfaði árið 1989. Sveitin var stofnuð um vorið en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, flestir meðlima hennar höfðu áður verið í hljómsveitinni The Hope en þeir voru Hjörtur Freyr Vigfússon gítarleikari og söngvari, Jón Geir Birgisson trommuleikari, Frosti Jónsson hljómborðs- og píanóleikari og Valdimar Steinar Einarsson bassaleikari…