Hitabeltisdrengirnir (1991)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um skammlífa hljómsveit sem starfaði á Norðfirði sumarið 1991 undir nafninu Hitabeltisdrengirnir. Fyrir liggur að Jón Knútur Ásmundsson trommuleikari og Sigurður Ó. Ólafsson [?] voru í Hitabeltisdrengjunum en ekki eru upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar eða hljóðfæraskipan hennar, og er því óskað hér með eftir þeim.

Síva (1994-97)

Hljómsveitin Síva (Siva) var danshljómsveit starfandi á Norðfirði um miðbik tíunda áratugarins en sveitin lék einkum á heimaslóðum fyrir austan. Síva var stofnuð árið 1994 upp úr annarri sveit sem bar nafnið Allodimmug (Allod immug) en meðlimir sveitarinnar voru þeir Hálfdan Steinþórsson söngvari, Jón Knútur Ásmundsson trommuleikari, Fjalar Jóhannsson bassaleikari, Jón Hilmar Kárason gítarleikari og…

Sabotage (1989)

Árið 1989 var hljómsveit stofnuð á Norðfirði af nokkrum ungum tónlistarmönnum þar í bæ, og hlaut hún nafnið Sabotage. Að öllum líkindum var þarna um rokk í þyngri kantinum að ræða. Sabotage starfaði ekki lengi undir þessu nafni, líklega í aðeins fáa mánuði en þá var nafni hennar breytt í Langi Keli og stubbarnir. Meðlimir…