Svarta síða skeggið (1998)

Unglingahljómsveit starfaði um tíma í Hafnarfirði undir nafninu Svarta síða skeggið og lék á tónleikum í bænum haustið 1998. Meðal meðlima sveitarinnar voru þeir Hermann Fannar Valgarðsson og Jón Mýrdal Harðarson en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi Svarta síða skeggsins og hljóðfæraskipan.

Gosar [4] (2016-)

Nokkrir þekktir tónlistarmenn sameinuðust haustið 2016 í súpergrúppunni Gosar og sendu frá sér jólalag í samstarfi við Prins Póló en það var gefið út til styrktar UNICEF. Meðlimir Gosa eru Valdimar Guðmundsson söngvari, Snorri Helgason bassaleikari [?], Örn Eldjárn gítarleikari [?], Jón Mýrdal Harðarson trommuleikari og Teitur Magnússon gítarleikari [?]. Efni á plötum

Funkhouse (1991)

Hljómsveitin Funkhouse frá Borgarnesi var starfrækt 1991, sveitin tók það árið þátt í Músíktilraunum en komst þó ekki í úrslit þeirrar keppni. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurdór Guðmundsson bassaleikari, Óskar Viekko Brandsson gítarleikari, Guðveig Anna Eyglóardóttir söngkona og Jón Mýrdal Harðarson trommuleikari. Sveitin virðist ekki hafa starfað lengi eftir Músíktilraunirnar.