Hljómsveit Jóns Svans Péturssonar (1988)

Hljómsveit Jóns Svans Péturssonar var starfrækt um skamma hríð en sveitin lék á tónleikum sem Kirkjukór Stykkishólms efndi til í febrúar 1988, og lék væntanlega undir söng kórsins. Meðlimir sveitarinnar voru Hafsteinn Sigurðsson [?], Lárus Pétursson [gítarleikari?], Daði Þór Einarsson básúnuleikari og hljómsveitarstjórinn Jón Svanur Pétursson [?]. Hugsanlega lék þessi sama sveit nokkru síðar í…

Flamingo kvintettinn [2] (1960-63)

Flamingo kvintettinn (um tíma kvartett) var meðal vinsælustu ballsveita landsins upp úr 1960 og var um tíma fastráðin í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni, sveitin lék einnig nokkuð hjá ameríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Sveitin var stofnuð síðsumars 1960 og var fljótlega komin í Vetrargarðinn í Tívolíinu þar sem hún skemmti lengstum en lék þó einnig…

Safír-sextett (1961-65)

Safír-sextettinn var eins og nafnið gefur til kynna sex manna hljómsveit sem skartaði að auki tveim söngvurum, og starfaði um árabil á Suðurlandsundirlendinu. Sveitin var skipuð meðlimum úr Árnes- og Rangárvallasýslum en hún mun hafa verið stofnuð 1961 upp úr Tónabræðrum (og hét reyndar Caroll quintet um tíma). Í upphafi voru í henni m.a. Jóhannes…

Júnó kvintett (1963-66)

Júnó kvintett starfaði í Stykkishólmi á árunum 1963 til 1966, og hugsanlega lengur. Júnó lék einkum á héraðsmótum á heimaslóðum og nágrenni en munu reyndar einnig hafa farið suður til Reykjavíkur og þá leikið t.d. í Glaumbæ. Liðsmenn sveitarinnar voru þeir Sigurður Björgvinsson [?], Friðrik Alexandersson gítarleikari, Jón Svanur Pétursson [?], Ólafur Geir [Þorvarðarson?] saxófónleikari,…