Hljómsveit Péturs Jónssonar (1951)

Hljómsveit Péturs Jónssonar mun hafa starfað á Akranesi en sveitin kom til Reykjavíkur og lék á djasstónleikum ásamt fleiri sveitum sumarið 1951. Meðlimir sveitarinnar voru þar Pétur Jónsson hljómsveitarstjóri og tenór saxófónleikari, Ásgeir Sigurðsson klarinettu- og saxófónleikari, Jón Sveinsson trompetleikari, Haraldur Jósefsson trommuleikari og Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, auk þess léku þeir Karl Lilliendahl gítarleikari…

Blackmail (1993-95)

Hljómsveitin Blackmail var starfandi á Siglufirði seint á síðustu öld en árið 1995 sendi sveitin frá sér lag á safnplötunni Sándkurl 2. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Gottskálk Kristjánsson söngvari, Ásgrímur Antonsson trommuleikari, Sigþór Ægir Frímannsson gítarleikari og Jón Svanur Sveinsson bassaleikari. Víðir Vernharðsson gítarleikari bættist síðan í hópinn og í upptökunum á Sándkurli var hljómborðsleikarinn…