Óson (1986-90)

Hljómsveitin Óson (einnig ritað Ozon) starfaði í Flóanum í Árnessýslu á árunum 1986 til 90. Sveitin var stofnuð 1986 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Ingólfur Arnar Þorvaldsson trommuleikari, Jónas Már Hreggviðsson bassaleikari og Hreinn Óskarsson gítarleikari og söngvari en einnig var Jón Elías Gunnlaugsson meðal meðlima sveitarinnar fyrsta árið. Árið 1988 urðu þær…

Bacchus [3] (1992-93)

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær hljómsveitin Bacchus frá Selfossi og nágrenni var starfandi en það var a.m.k. á árunum 1992 og 93 en síðarnefnda árið var hún nokkuð virk í sunnlensku tónlistarsenunni sem þá var í gangi, og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar um vorið, lék á tónlistarhátíðinni Íslensk tónlist 1993 sem haldin var í Þjórsárdalnum…

Hor [2] (um 1990)

Hljómsveitin Hor var starfrækt á Selfossi og nágrenni upp úr 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Jónas Már Hreggviðsson söngvari og bassaleikari, Gísli Rafn Gylfason gítarleikari, Ragnar Tryggvason hljómborðsleikari og Sigurður Óli [?] trommuleikari. Hor átti lag á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn sem út kom 1993. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hljómsveitina.