Formúla (1968-69)

Hljómsveitin Formúla starfaði á Fljótsdalshéraði, að öllum líkindum á Egilsstöðum á árunum 1968 og 69. Meðlimir Formúlu voru þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari, Magnús Karlsson bassaleikari og Daníel Gunnarsson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hvort fleiri komu við sögu þessarar sveitar.

Völundur (1972-77)

Hljómsveitin Völundur er án nokkurs vafa ein þekktasta hljómsveit sem starfaði á austanverðu landinu á áttunda áratug síðustu aldar, það er þó ekki fyrir gæði eða vinsældir sem sveitin hlaut athygli heldur miklu fremur vegna blaðaskrifa og ritdeilna um sveitina. Sveitin starfaði á Egilsstöðum og voru meðlimir hennar þaðan og úr nágrenninu, hún var stofnuð…

Panic [1] (1977-79)

Upplýsingar um hljómsveitina Panic sem starfaði á Héraði á áttunda áratug síðustu aldar eru fremur af skornum skammti. Panic var stofnuð haustið 1977 og voru meðlimir hennar í upphafi Friðjón Jóhannsson bassaleikari, Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Gunnlaugur Ólafsson gítarleikari og Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari. Að öllum líkindum hætti Friðjón í sveitinni sumarið 1978 og tók þá…

Kinks (1965-67)

Hljómsveitarnafnið Kinks er kunnuglegt nafn úr breskri tónlistarsögu en hérlendis starfaði sveit með þessu nafni, líklega á árunum 1965-67, eða um það leyti sem sól þeirra bresku reis hvað hæst. Hin íslenska Kinks var starfrækt í Alþýðuskólanum á Eiðum og gæti hreinlega verið fyrsta svokallað bítlasveitin sem starfaði á Austurlandi. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Marinónsson…