Hljómsveit/ir Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

Droplaug (1973)

Danshljómsveitin Droplaug var skammlíf sveit starfandi 1973. Meðlimir Droplaugar voru Sigurður Sigurðsson söngvari, Ingvar Árilíusson bassaleikari, Ólafur Torfason hljómborðsleikari, Jónatan Karlsson trommuleikari og Torfi Ólafsson gítarleikari. Sveitin starfaði aðeins fáeina mánuði frá því snemma um vorið og eitthvað fram á sumarið 1973 áður en meðlimir hennar héldu í aðrar sveitir.

Akkord [útgáfufyrirtæki / félagsskapur] (1975-95)

Akkord nafnið var í eigu Karls Jónatanssonar harmonikkuleikara og tengdist tónlist (einkum harmonikkutónlist) með margs konar hætti. Í upphafi var um að ræða útgáfufyrirtæki sem sérhæfði sig í útgáfum nótna, ekki er þó ljóst hversu umfangsmikil sú útgáfa var en það var um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Fljótlega birtist Akkord einnig sem plötuútgáfa þegar…