Droplaug (1973)

Droplaug

Droplaug

Danshljómsveitin Droplaug var skammlíf sveit starfandi 1973.

Meðlimir Droplaugar voru Sigurður Sigurðsson söngvari, Ingvar Árilíusson bassaleikari, Ólafur Torfason hljómborðsleikari, Jónatan Karlsson trommuleikari og Torfi Ólafsson gítarleikari.

Sveitin starfaði aðeins fáeina mánuði frá því snemma um vorið og eitthvað fram á sumarið 1973 áður en meðlimir hennar héldu í aðrar sveitir.