Droplaug (1973)

Danshljómsveitin Droplaug var skammlíf sveit starfandi 1973. Meðlimir Droplaugar voru Sigurður Sigurðsson söngvari, Ingvar Árilíusson bassaleikari, Ólafur Torfason hljómborðsleikari, Jónatan Karlsson trommuleikari og Torfi Ólafsson gítarleikari. Sveitin starfaði aðeins fáeina mánuði frá því snemma um vorið og eitthvað fram á sumarið 1973 áður en meðlimir hennar héldu í aðrar sveitir.

Lava (1976-78)

Hljómsveitin Lava var stofnuð í Svíþjóð sumarið 1976 af hjónunum Janis Carol söngkonu og Ingvari Árelíussyni bassaleikara ásamt Erlendi Svavarssyni trommuleikara, Ragnari Sigurðssyni gítarleikara og Ingva Steini Sigtryggssyni hljómborðsleikara en öll höfðu þau gert garðinn frægan með hljómsveitum hér heima, hópurinn fór gagngert til Svíþjóðar til að starfa við tónlist. Sænskur umboðsmaður annaðist mál þeirra…