Jonee Jonee (1981-91)

Jonee Jonee var með nýstárlegustu hljómsveitum pönktímabilsins, sendi frá sér breiðskífu og varð svo fræg að spila fyrir tugi þúsunda áhorfendur á tónleikum á Ítalíu. Sveitin var stofnuð haustið 1981 í Garðabæ og ekki liðu margar vikur þar til hún fór að leika á opinberum vettvangi. Meðlimir hennar í byrjun voru Þorvar Hafsteinsson söngvari og…

Haugur (1982-83)

Haugur var hljómsveit sem starfaði í nokkra mánuði frá haustmánuðum 1982 og fram á vorið 1983. Sveitin var í sumum fjölmiðlum nefnd Haugar en rétta nafnið var Haugur. Það mun hafa verið Einar Pálsson gítarleikari og söngvari sem stofnaði sveitina með fyrrum félögum sínum úr Jonee Jonee (sem þá lá í dvala), þeim Bergsteini Björgúlfssyni…