Gleðigjafar [5] (2004-)

Kór eldri borgara, Gleðigjafar hefur verið starfandi í Borgarnesi síðan árið 2004. Jón Þ. Björnsson var fyrsti stjórnandi Gleðigjafanna en Zsuzanna Budai hefur þó stjórnað honum lengst. Núverandi stjórnandi kórsins mun vera Jónína Erna Arnardóttir. Meðlimir Gleðigjafa hafa yfirleitt verið um þrjátíu talsins en þeir eru allir á aldrinum sextíu ára og eldri.

Samkór Mýramanna (1981-)

Blandaður kór hefur verið starfandi í áratugi í Borgarbyggð undir nafninu Samkór Mýramanna, hann hefur sent frá sér tvær plötur og eina snældu. Það var Einar Ole Pedersen bóndi í Álftártungukoti sem var aðal hvatamaður að stofnun kórins vorið 1981, Hans Jensson (saxófónleikari Lúdó sextetts o.fl.) varð fyrsti stjórnandi hans en hann var ennfremur einn…