Hljómplötuútgáfan [útgáfufyrirtæki / umboðsskrifstofa] (1967-81)

Hljómplötuútgáfan var umsvifamikið útgáfufyrirtæki á sínum tíma en sögu þess má skipta í tvennt eftir eigendum. Hljómplötuútgáfan sf. hafði verið stofnuð árið 1967 og voru þrír ungir menn þá starfandi hjá Ríkissjónvarpinu upphafsmenn þess – þeir Andrés Indriðason, Hinrik Bjarnason og Jón Þór Hannesson voru þar á ferð en sá síðast taldi mun hafa staldrað…

Júdas [1] (1968-70 / 1973-76)

Hljómsveitin Júdas var partur af þeirri tónlistarvakningu sem kennd hefur verið við Keflavík en sveitin var einna fyrst til að spila soul og funk hérlendis, sjálfsagt má að einhverju leyti tengja það við veru varnarliðsins í næsta nágrenni og þá erlendu strauma sem því fylgdi. Þeir félagar, Ólafur Júlíusson trommuleikari (bróðir Rúnars Júl.), Vignir Bergmann…

Júdas [2] [útgáfufyrirtæki] (1975-77)

Útgáfufyrirtækið Júdas var stofnað af meðlimum hljómsveitarinnar Júdasar haustið 1975 en sveitin hafði þá verið starfandi í nokkur ár í Keflavík. Fyrirtækið var stofnað til að annast útgáfumál sveitarinnar en hún hafði upphaflega verið í samstarfi við umboðs- og útgáfufyrirtækið Demant en slitið sig frá því. Stofnmeðlimir voru Magnús Kjartansson, Hrólfur Gunnarsson, Finnbogi Kjartansson og…