Fálkar [1] (1997-2004)

Keflvíska hljómsveitin Fálkar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum aldamótin, þó með hléum því tveir meðlimir hennar dvöldust um tíma erlendis í námi. Sveitin sendi frá sér tvær plötur og meðlimir hennar áttu síðar eftir að starfa í fremstu röð tónlistarmanna hér á landi. Fálkar (einnig kölluð Fálkar frá Keflavík) var stofnuð árið 1997…

Moðfisk (1996-97)

Hljómsveitin Moðfisk úr Keflavík virðist hafa starfað í um tvö ár um og eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð en hennar er fyrst getið í fjölmiðlum vorið 1996 þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru meðlimir hennar Karl Óttar Geirsson trommuleikari, Jón Björgvin Stefánsson gítarleikari, Guðmundur Bjarni…

Urðhurðhurðauga (1997)

Hljómsveitin Urðhurðhurðauga var sveit sem keppti í Músíktilraunum vorið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Halldór Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Karl Óttar Geirsson trommuleikari og Guðmundur Freyr Vigfússon bassaleikari. Allir áttu þeir félagar eftir að leika með þekktum sveitum síðar. Urðhurðhurðauga komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna, sveitin varð ekki langlíf en nafn hennar poppar…