Friðrik Bjarnason (1880-1962)

Friðrik Bjarnason mætti með réttu kalla föður hafnfirsks tónlistarlífs en hann kom að stofnun og stjórnun fjölmargra kóra í bænum, gegndi organistastörfum og söngkennslu auk þess að semja fjöldann allan af sönglögum sem margir þekkja. Friðrik fæddist á Stokkseyri haustið 1880 og bjó þar fyrstu tuttugu ár ævi sinnar. Hann hafði snemma áhuga á tónlist…

Karlakórinn Þrestir [2] (1931-49)

Karlakórinn Þrestir á Þingeyri við Dýrafjörð var líkast til varla nema söngfélag, í besta falli lítill karlakór, sem starfaði vestra um árabil. Kórinn var stofnaður sumarið 1931 og var Baldur (Bernharður) Sigurjónsson organisti og trésmiður á Þingeyri stjórnandi hans. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu lengi hann starfaði en síðustu heimildir um hann er að finna…