Guðmundur Haukur Þórðarson (1930-2023)

Tenórsöngvarinn Guðmundur Haukur Þórðarson söng með karlakórum í Keflavík og Hafnarfirði í áratugi en hann sendi aukinheldur frá sér plötu með söng sínum. (Guðmundur) Haukur Þórðarson  (f. 1930) kom upphaflega úr Dölunum og hafði alltaf taugar þangað en var búsettur í Keflavík frá fimm ára aldri, starfsvettvangur hans lungann úr ævinni var sendibílstjórakeyrsla. Haukur mun…

Keflavíkurkvartettinn (1963-73)

Keflavíkurkvartettinn var eins konar útibú frá Karlakór Keflavíkur og starfaði um áratuga skeið á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar. Tilurð kvartettsins varð með þeim hætti að hann var settur saman fyrir skemmtiatriði á tíu ára afmæli Karlakórs Keflavíkur vorið 1963, þá undir stjórn Herberts H. Ágústssonar. Uppákoman heppnaðist það vel að ákveðið var að…