Homoz with tha homiez (2004)

Hljómsveitin Homoz with tha homiez (einnig ritað Homos and the homies) starfaði í nokkra mánuði árið 2004 og lék þá í nokkur skipti opinberlega á höfuðborgarsvæðinu – m.a. í tengslum við Gleðigönguna, sveitin var líklega cover band og er í fjölmiðlum sögð leika hip hop skotið þjóðlagapopp. Homoz with tha homiez hafði einhverjar rætur í…

Afmælisbörn 4. janúar 2025

Fimm tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur á stórafmæli í dag en hann er áttræður. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…

Skjaldmeyjar flotans (1996)

Hljómsveit skipuð kvenfólki í meirihluta starfaði árið 1996 undir nafninu Skjaldmeyjar flotans og var eins konar kántrísveit. Meðlimir Skjaldmeyja flotans voru Kidda rokk (Kristín Þórisdóttir) bassaleikari [?], Eygló [Kristjánsdóttir?] gítarleikari [?], Guðveig [Anna Eyglóardóttir?] söngkona [?], Sigríður Árnadóttir söngkona [?], Valtýr Björn Thors gítarleikari [?] og Jón Mýrdal trommuleikari. Kunnugir mættu gjarnan staðfesta nöfn og…

Sirkus Homma Homm (2003-04)

Sirkus Homma Homm var hljómsveit sett saman fyrir Gay-pride hátíðina sumarið 2003 og var aldrei hugsuð sem langtímaverkefni, sveitin starfaði þó eitthvað áfram og lék t.d. á dansleik árið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru Tómas M. Tómasson bassaleikari (Hommi Homm – sem sveitin er kennd við) en ekki er að fullu ljóst hverjir aðrir skipuðu hana…

Ótukt (1996-2000)

Gleðisveitin Ótukt var starfrækt um nokkurra ára skeið fyrir aldamótin síðustu. Sveitin var kvennasveit og gerði út á að spila ábreiðulög sem aðrar sveitir höfðu ekki endilega á prógrammi sínu. Sveitin var upphaflega sett saman fyrir eina stutta uppákomu um haustið 1996 en hlaut svo góðar undirtektir að ekki var aftur snúið og hún starfaði…