Fossmenn (1968-69)

Hljómsveitin Fossmenn starfaði á Selfossi 1968 og 69 að minnsta kosti og var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri, þeir voru Kjartan Jónsson, Haukur Gíslason, Viðar Bjarnason og Þorsteinn Ingi Bjarnason. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var, hvort einhverjar mannabreytingar urðu í henni ellegar hversu lengi hún nákvæmlega starfaði en upplýsingar þ.a.l. mætti gjarnan senda Glatkistunni,…

Caprí-tríó (1988-2009)

Caprí-tríó (Capri-tríó) starfaði í yfir tvo áratugi í kringum síðustu aldamót og lék einkum gömlu dansana fyrir eldri borgara höfuðborgarsvæðisins. Tríóið kom fyrst fram í febrúar 1988 og lengst af voru meðlimir þess Þórður Örn Marteinsson harmonikkuleikari, Jón Valur Tryggvason söngvari og trommuleikari og Þórður Rafn Guðjónsson gítarleikari. Sú skipan var á Caprí-tríóinu þar til…

Rekkar [1] (1970)

Hljómsveitin Rekkar starfaði á Selfossi í kringum 1970 og var skammlíf. Meðlimir hennar voru Kjartan Jónsson [?], Haraldur Agnarsson [?], Þórir Haraldsson orgelleikari og Sigurður Guðmundsson [?]. Óskað er eftir nánari upplýsingum um þessa sveit.