Texas two step (1995-97)

Texas two step var kántrísveit sem spilaði nokkuð á öldurhúsum á árunum 1995-97, en sveitin var um tíma eins konar húshljómsveit á Feita dvergnum. Um var að ræða kvartett og voru meðlimir hans Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Kjartan Þórisson trommuleikari, Valgeir [?] söngvari og Jóhann Guðmundsson bassaleikari. Um tíma lék Bandaríkjamaðurinn Denis Miller gítarleikari með sveitinni.

PPPönk (1996-99)

Pönksveitin PPPönk úr Hafnarfirði starfaði um þriggja ára skeið, vakti nokkra athygli og náði að gefa út eina smáskífu. Sveitin var stofnuð vorið 1996 og einungis örfáum vikum síðar átti hún þrjú lög á hafnfirsku safnplötunni Drepnir. Eitt laganna, Surferboy fékk heilmikla spilun á útvarpsstöðinni X-inu og vakti athygli á sveitinni. Meðlimir PPPönks í upphafi…

Redicent (1996)

Hljómsveit Redicent var starfandi 1996. Hún átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur (1996) og var þá skipuð þeim Þresti Jóhannssyni söngvara og gítarleikara, Páli Arnari bassaleikara, Kjartani Þórissyni trommuleikara og Þresti E. Óskarssyni hljómborðsleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.