Sigurbjörn Eiríksson [annað] (1925-97)

Sigurbjörn Eiríksson var umsvifamikill athafnamaður og áberandi í skemmtanalífi Íslendinga um árabil en hann rak nokkra af vinsælustu skemmtistöðum landsins um áratuga skeið. Sigurbjörn var fæddur (1925) og uppalinn á Fáskrúðsfirði en fluttist á höfuðborgarsvæðið og þar hóf hann að láta að sér kveða í kringum 1960 þegar hann tók við rekstri Vetrargarðsins í Tívolíinu…

Blue note [félagsskapur] (1969-70)

Mikil blúsvakning var í kringum 1970 og spruttu víðast hvar upp blúshljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum hérlendis. Blúsáhugamannaklúbburinn Blue note var stofnaður mitt í þessari vakningu og starfaði í rúmlega ár, hann hafði aðsetur í Klúbbnum við Lækjarteig (nú Cabin hótel við Borgartún) og þar voru haldin blúskvöld þar sem hinar og þessar hljómsveitir…