Valsbandið (1991-96)

Hljómsveit sem bar nafnið Valsbandið starfaði á tíunda áratugnum og skemmti á ýmsum skemmtunum tengdum knattspyrnufélaginu Val. Sveitin kom í fyrsta skipti fram opinberlega 1991 og er hér gert ráð fyrir að hún hafi verið stofnuð sama ár. Meðlimir hennar voru framan af Einar Óskarsson trommuleikari, Ólafur Már Sigurðsson bassaleikari, Óttar Felix Hauksson gítarleikari, Dýri…

Valskórinn [1] (um 1940-55)

Fáar heimildir er að finna um Valskór þann sem mun hafa starfað á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar innan knattspyrnufélagsins Vals. Kórinn söng í útvarpi árið 1941 og tveimur árum síðar var hann enn starfandi. Valskórinn er einnig auglýstur sem skemmtiatriði á árshátíð Vals árið 1955 en engar upplýsingar er að finna um stjórnanda…

Valskórinn [2] (um 1980-87)

Upplýsingar um Valskór sem starfaði á níunda áratug 20. aldar eru af skornum skammti. Fyrir liggur að hann var til árið 1980 og ári síðar kom hann við sögu á plötunni Léttir í lund, sem knattspyrnufélagið Valur gaf út í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Þar kyrjaði kórinn lagið Valsmenn léttir í lund, sem…

Valskórinn [3] (1993-)

Blandaður kór hefur verið starfandi innan knattspyrnufélagsins Vals frá árinu 1993 og er líkast til eini starfandi kór innan íþróttafélags hérlendis. Valskórinn var stofnaður haustið 1993 og voru félagar hans í upphafi um þrjátíu manns, en sú tala hefur nokkurn veginn haldist síðast. Margir meðlima kórsins hafa verið lengi í honum en einnig hefur orðið…