Hvers vegna? [2] (1992-93)

Söngkvartett starfaði undir nafninu Hvers vegna? í Miðfirði í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti veturinn 1992 til 93 og hugsanlega lengur. Þann vetur kom sönghópurinn að minnsta kosti tvívegis fram, m.a. á stórtónleikum sem Tónlistarfélag Vestur-Húnvetninga hélt um vorið 1993. Meðlimir Hvers vegna? voru þau Benedikt Ragnarsson, Kristín Sigfúsdóttir, Rósa Friðriksdóttir og…

Skólakór Grunnskólans í Hveragerði (1978-)

Skólakórar hafa verið starfræktir við Grunnskólann í Hveragerði um árabil og líklega nokkuð samfleytt frá árinu 1978 að minnsta kosti, fyrst við barnaskólann og svo áfram eftir að barna- og gagnfræðaskólarnir sameinuðust árið 1988 í Grunnskóla Hveragerðis. Kórarnir í Hveragerði hafa gengið undir ýmsum nöfnum í fjölmiðlum s.s. barnakór, kór, skólakór Hveragerðis, barnaskólans, gagnfræðaskólans, grunnskólans…

Samkór Rangæinga [2] (1996-2015)

Samkór Rangæinga (hinn síðari) starfaði í Rangárþingi í um tvo áratugi undir lok tuttugustu aldar og fram á þá tuttugustu og fyrstu, hann varð til upp úr Samkór Oddakirkju. Haustið 1995 hafði Samkór Oddakirkju verið stofnaður upp úr Kirkjukór Oddakirkju, hann var skipaður söngfólki víða úr Rangárvallasýslu sem hafði bæst í hóp kirkjukórsins en stjórnandi…