Kan (1981-89)

Hljómsveitin Kan starfaði í Bolungarvík framan af og var helsti fulltrúi Vestfjarða á popptónlistarsviðinu á níunda áratugnum. Kan var stofnuð vorið 1981 í Bolungarvík og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þau Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hrólfur Vagnsson harmonikku- og hljómborðsleikari, Pálína Vagnsdóttir söngkona, Magnús Hávarðarson gítarleikari og Haukur Vagnsson trymbill en hann var langyngstur, aðeins fjórtán…

Rómeó og Júlíus (1993)

Rómeó og Júlíus virðist hafa verið fremur skammlíf hljómsveit frá Akranesi starfandi árið 1993. Um vorið keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru liðar hennar Hörður Ómarsson bassaleikari, Ólafur Böðvarsson trommuleikari, Kristinn Elíasson gítarleikari og Geir Harðarson söngvari og gítarleikari. Sá síðast taldi gaf síðar út sólóplötur en hinir virðast ekki hafa komið meira nálægt…