Mosi frændi (1985-88 / 2009-)

Hljómsveitin Mosi frændi átti einhvern eftirminnilegasta sumarsmell sem komið hefur út á Íslandi, lagið sem varð feikivinsælt mun þó ekki hafa öðlast vinsældir sínar fyrir gæði hljómsveitarinnar eða spilamennskunnar heldur miklu fremur fyrir hið gagnstæða en sveitin sem mætti skilgreina sem pönksveit, þótti óvenju illa spilandi. Mosi frændi hafði verið stofnuð haustið 1985 innan veggja…

Ottó og nashyrningarnir (1988-89)

Rokkhljómsveitin Ottó og nashyrningarnir starfaði á árunum 1988 og 89 en síðarnefnda árið hélt hún til Sovétríkjanna sálugu ásamt nokkrum öðrum íslenskum sveitum á vegum friðar- og umhverfisverndarsamtakanna Next stop Soviet. Það voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson bassaleikari, Kristinn Pétursson trommuleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Snorri Sturluson gítarleikari sem skipuðu þessa sveit.