Hunangstunglið (1987-90)

Hunangstunglið eða Geiri Sæm og Hunangstunglið eins og hún var upphaflega kölluð var sett saman í tengslum við útgáfu sólóplötu Ásgeirs Sæmundssonar (Geira Sæm) – Fíllinn, sem kom út haustið 1987. Sveitin starfaði svo áfram og kom að næstu plötu Geira sem einnig kom út í nafni hljómsveitarinnar. Hunangstunglið var stofnuð sumarið 1987 og höfðu…

Gaulverjar (1979)

Hljómsveitin Gaulverjar starfaði innan Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1979 en þá lék sveitin m.a. á Listahátíð barnanna sem haldin var um það leyti. Meðlimir Gaulverja voru þeir Jón Gústafsson [?], Kristinn Þórisson [?], Þorsteinn Jónsson [?] og Halldór Halldórsson bassaleikari en upplýsingar vantar um fimmta meðlim hljómsveitarinnar. Þeir Jón, Kristinn og Þorsteinn störfuðu einnig saman…

Echo [5] (1980)

Echo var starfandi í Reykjavík í kringum 1980, líklega var sveitin eins konar undanfari tölvupoppsveitarinnar Sonus futurae sem hafði að geyma þá Kristin Þórisson og Þorstein Jónsson, auk Jóns Gústafssonar sem síðar varð þekktur sjónvarpsmaður. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þessar sveit en þær væru vel þegnar.