Þotur (um 1960)

Axel Einarsson mun hafa verið í hljómsveitinni Þotur sem starfrækt var í Réttarholtsskóla, líkast til á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar – en sveitin mun hafa hætt störfum 1963. Fyrir liggur að auk Axels hafi Kristján Snorri Baldursson bassaleikari verið einn meðlima Þota en allar frekari upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Fjarkar [1] (1963-68)

Reykvíska sveitin Fjarkar voru gítarhljómsveit í upphafi, stofnuð í Austurbæjarskóla haustið 1963 en fylgdi straumnum eins og aðrir og varð að bítlasveit, enda meðlimir hennar í upphafi á aldrinum 14-16 ára. Meðlimir Fjarka alla tíð voru Kristbjörn Þorláksson trommuleikari, Jóhann Ögmundsson gítarleikari, Kristján Gunnarsson gítarleikari og Kristján Snorri Baldursson bassaleikari. Líkast til sungu þeir flestir.…