Szymon Kuran (1955-2005)

Fiðluleikarinn Szymon Kuran er einn þeirra fjölmörgu erlendu tónlistarmanna sem hingað hafa komið, fest hér rætur og sett svip sinn á tónlistarlíf landsmanna. Hann var mikilsvirtur fiðluleikari og tónskáld, lék alls konar tónlist og er hana að finna á fjölmörgum útgefnum plötum hérlendis. Szymon Jakob Kuran fæddist í Póllandi síðla árs 1955 og fljótlega var…

Ólafur Þórðarson (1949-2011)

Tónlistarmaðurinn Ólafur Þórðarson er flestum kunnur, hann var meðlimur Ríó tríósins, Kuran Swing og South River band og gaf auk þess út tvær sólóplötur, hann var í forsvari fyrir þjóðlagaunnendur hérlendis sem og djassáhugamenn, starfrækti umboðsskrifstofu og kom að ýmsum hliðum íslensks tónlistarlífs. Ólafur (Tryggvi) Þórðarson fæddist 1949 á Akureyri en fluttist síðan í Kópavoginn…