Stóri Björn (2002-03)

Hljómsveitin Stóri Björn frá Grindavík spilaði töluvert á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og víðar reyndar, á árunum 2002 og 2003. Sveitin átti jafnframt lag (Hátíð ljóss og friðar) á jólaplötunni Komdu um jólin sem kom út fyrir jólin 2002 og naut það nokkurra vinsælda, óljóst er þó hvort lagið var þar í nafni hljómsveitarinnar eða Sigurbjörns Daða…

Öpp jors (1986-94)

Tvíeykið Öpp jors starfaði og gaf út þrjár snældur á sínum tíma og marka upphaf ferils Barða Jóhannssonar, síðar kenndan við Bang Gang og Lady & bird. Öpp jors var stofnuð 1986 af þeim Barða Jóhannssyni og Lárusi Magnússyni en þeir voru þá á barnsaldri, reyndar eru heimildir eitthvað misvísandi um hvenær sveitin var stofnuð.…