Föroingabandið (1996-97)

Föroingabandið var sex manna hljómsveit sem starfaði innan Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi veturinn 1996-97. Meðlimir Föroingabandsins voru þeir Árni Þór Guðjónsson trommuleikari, Hreimur Örn Heimisson gítarleikari og Halldór Geir Jensson gítarleikari sem komu frá Hvolsvelli og Guðmundur Karl Sigurdórsson söngvari, Baldvin Árnason hljómborðsleikari og Leifur Viðarsson bassaleikari sem voru Selfyssingar. Þegar skólaárinu lauk og félagarnir…

Ofl. (1997-2007)

Hljómsveitin Ofl. frá Selfossi fór mikinn á sveitaböllum og öðrum böllum í kringum aldamótin. Sveitin náði að gefa út stuttskífu 1999 sem minnisvarða um tilurð sína. Sveitin var stofnuð sumarið 1997 en áður hafði hluti hennar verið í hljómsveitinni Föroingabandið sem starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og hafði að skipa meðlimum annars vegar frá…