Flugfrakt (1980)

Vorið 1980 var stofnuð hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu Flugfrakt, sveitinni var ætlað stórt hlutverk og byrjaði á því að senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla landsins þess efnis að hún myndi leika á fjölda dansleikja á næstunni og með fylgdi símanúmer. Sveitin spilaði hins vegar aldrei opinberlega og dó drottni sínu fljótlega.…

Blúsbrot [1] (1986-93)

Blúsbrot var blússveit sem starfaði í nokkur ár í kringum 1990. Blúsbrot var að nokkru leyti skipuð sömu liðsmönnum og Bylur sem starfaði um svipað leyti, meðlimir sveitarinnar voru snemma árs 1989 þeir Vignir Daðason söngvari, Svavar Sigurðsson hljómborðsleikari, Leó Geir Torfason gítarleikari, Ólafur Stolzenwald bassaleikari og Hafsteinn Björgvinsson gítarleikari. Þá um vorið gekk Gunnar…