Gabríel [3] (1990)

Blúshljómsveitin Gabríel kom fram í nokkur skipti árið 1990 á höfuðborgarsvæðinu en meðlimir sveitarinnar komu víða að af landsbyggðinni. Meðlimir Gabríels voru Ásgrímur Ásgrímsson trommuleikari, Björn Árnason bassaleikari, Leó Torfaon gítarleikari og Vignir Daðason söngvari. Sveitin virðist hafa verið fremur skammlíf.

Vaka [1] (1981)

Hljómsveit að nafni Vaka (einnig nefnd Vaka og Erla) starfaði á Akureyri um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta árs 1981. Svo virðist sem sveitin hafi verið stofnuð í upphafi árs með það eitt að vera húshljómsveit í Sjallanum á Akureyri og þar lék hún til vors. Meðlimir Vöku voru Guðmundur Meldal trommuleikari, Dagmann Ingvason hljómborðsleikari,…

Bylur (1981-86)

Hljómsveit Bylur starfaði á árunum 1981-86. Sveitin, sem var instrumental band, tók þátt í öðrum Músíktilraunum Tónabæjar sem haldnar voru haustið 1983 og komst þar í úrslit. Bylur lék frá upphafi frumsamið þjóðlagarokk í ætt við það sem fjölmargar enskar sveitir voru að gera um það leyti en síðar bættust einnig við tónlistina djassskotin áhrif.…