Hún andar (1992-95)

Hljómsveitin Hún andar var töluvert þekkt stærð í neðanjarðarsenunni á tíunda áratug síðustu aldar en sveitin kom frá Akureyri, lék stöku sinnum sunnan heiða en mest á heimaslóðum fyrir norðan. Hún andar var stofnuð snemma sumars 1992 og var skipuð þremur meðlimum hljómsveitarinnar Lost sem hafði starfað á Akureyri fáeinum árum fyrr, það voru þeir…

Hóstaflex (1986)

Akureyski dúettinn Hóstaflex var samstarf þeirra Sigurjóns Baldvinssonar og Jóhanns Ásmundssonar 1986. Hóstaflex kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega en félagarnir voru áberandi í akureysku tónlistarlífi á þessum tíma og voru t.d. í hljómsveitinni Lost og fjölmörgum öðrum sveitum.