Hljómskálinn í Stykkishólmi [tónlistartengdur staður] (1957-)

Lúðrasveit Stykkishólms hafði starfað í ríflega áratug árið 1957 og verið á hrakhólum með æfingahúsnæði þegar henni bauðst gamla bókasafnshúsið sem stóð á Þinghúshöfðanum í bænum til eignar gegn því að fjarlægja það af lóðinni en til stóð að reisa þar nýtt bókasafn. Þá um haustið var farið í verkefnið, turn áfastur húsinu var rifinn…

Víkingasveitin [3] (2007-)

Innan Lúðrasveitar Stykkishólms eru starfandi nokkrir minni hópar og er Víkingasveitin meðal þeirra. Víkingasveitin var stofnuð árið 2007 og er líklega stofnuð í höfuðið á Víkingi Jóhannssyni sem var fyrsti stjórnandi Lúðrasveitar Stykkishólms, sveitin mun víst innihalda þá sem lengst eru komnir í hljóðfæraleiknum eins og það er orðað og er þá væntanlega í því…

Egon (1955-67)

Hljómsveitin Egon (stundum nefnd Egon kvintett og síðar Egon og Eyþór) lífgaði upp á tónlistarlífið í Stykkishólmi um árabil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin var stofnuð 1955, meðlimir hennar höfðu allir fengið tónlistargrunn sinn úr Lúðrasveit Stykkishólms, og lék hún á dansleikjum, aðallega á Vesturlandi, framundir lok áratugarins. Sú útgáfa sveitarinnar var…