Skvaldur (1995-96)

Njarðvíska rokksveitin Skvaldur var hluti af þeirri rokksenu sem var í gangi á síðustu árum liðinnar aldar, líklega 1995 og 96. Meðlimir Skvaldurs voru Björgvin Einar Guðmundsson gítarleikari, Valgeir Sigurðsson gítarleikari, Ólafur Ingólfsson trommuleikari, Kristján Guðmundsson bassaleikari og Magni Freyr Guðmundsson söngvari þegar sveitin tók þátt í Músíktilraunum vorið 1996, þeir félagar komust ekki áfram…

Bóner (um 1992)

Rokksveit sem bar nafnið Bóner starfaði í Njarðvíkum fremur en Keflavík í kringum 1992 en meðlimir sveitarinnar voru þá á grunnskólaaldri. Lítið liggur fyrir um þessa sveit en þó eru nöfn tveggja meðlima hennar kunn, það eru þeir Magni Freyr Guðmundsson söngvari og Ólafur Ingólfsson trommuleikari en þeir gerðu garðinn frægan síðar með sveitum eins…

Beefcake (1998)

Hljómsveitin Beefcake var starfandi 1998 og tók það árið þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1998, sem gefin var út í kjölfarið. Meðlimir sveitarinnar voru Magni Freyr Guðmundsson söngvari, Guðmundur Freyr Vigfússon bassaleikari, Valgeir Sigurðsson gítarleikari og Ólafur Ingólfsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um Beefcake.